Ellefu marka sigur Spánverja þýðir að Íslandi dugar jafntefli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2019 21:33 Raul Entrerrios vísir/getty Spánverjar unnu öruggan sigur á Makedóníu á HM í handbolta í dag. Með sigrinum settu Spánverjar upp tvo úrslitaleiki, á milli sín og Króata um toppsæti riðilsins og á milli Íslands og Makedóníu um sæti í milliriðlum. Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu alls ekki sannfærandi og var staðan 6-3 fyrir Makedóníu þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá vöknuðu Spánverjar aðeins til lífsins og jöfnuðu leikinn. Það var svo jafnt út hálfleikinn, staðan 12-13 fyrir Spánverja í hálfleik. Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans og komust í 12-18. Eftir það sáu Makedóníumenn aldrei til sólar. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum og 21-32 sigur Spánar staðreynd. Staðan í riðlinum er þá þannig að Spánn og Króatía eru með fullt hús og spila um fyrsta sætið á morgun. Ísland og Makedónía eru með fjögur stig hvor en Ísland er með betri markatölu og er því í þriðja sætinu, síðasta sætinu sem gefur sæti í milliriðli. Jafntefli í leik liðanna á morgun dugar því Íslendingum til að komast áfram. Í D-riðli urðu nokkuð óvæntar tölur þegar Svíþjóð vann Katar því silfurliðið frá EM rétt marði eins marks sigur á Katar. Eftir að Svíar höfðu leitt nær allan fyrri hálfleikinn voru það Katarar sem fóru með 11-10 forystu inn í hálfleik. Þeir mættu svo af krafti út í seinni hálfleikinn og komust í þriggja marka forystu áður en langt um leið. Katar hélt forystu sinni þar til á 46. mínútu þegar Mattias Zachrisson kom Svíum aftur yfir. Svíar létu forystuna ekki aftur úr höndum sér en lokatölur urðu 22-23. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppninni á HM er staðan svona:A riðill Frakkland, 7 stig Þýskaland, 6 stig Rússland, 4 stig Brasilía, 4 stig Serbía, 3 stig Kórea, 0 stigB riðill Króatía, 8 stig Spánn, 8 stig Ísland, 4 stig Makedónía, 4 stig Japan, 0 stig Barein, 0 stigC riðill Noregur, 8 stig Danmörk, 8 stig Túnis, 4 stig Austurríki, 2 stig Síle, 2 stig Sádi Arabía, 0 stigD riðill Svíþjóð, 8 stig Ungverjaland, 6 stig Egyptaland, 3 stig Argentína, 3 stig Katar, 2 stig Angóla, 2 stig HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Spánverjar unnu öruggan sigur á Makedóníu á HM í handbolta í dag. Með sigrinum settu Spánverjar upp tvo úrslitaleiki, á milli sín og Króata um toppsæti riðilsins og á milli Íslands og Makedóníu um sæti í milliriðlum. Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu alls ekki sannfærandi og var staðan 6-3 fyrir Makedóníu þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá vöknuðu Spánverjar aðeins til lífsins og jöfnuðu leikinn. Það var svo jafnt út hálfleikinn, staðan 12-13 fyrir Spánverja í hálfleik. Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans og komust í 12-18. Eftir það sáu Makedóníumenn aldrei til sólar. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum og 21-32 sigur Spánar staðreynd. Staðan í riðlinum er þá þannig að Spánn og Króatía eru með fullt hús og spila um fyrsta sætið á morgun. Ísland og Makedónía eru með fjögur stig hvor en Ísland er með betri markatölu og er því í þriðja sætinu, síðasta sætinu sem gefur sæti í milliriðli. Jafntefli í leik liðanna á morgun dugar því Íslendingum til að komast áfram. Í D-riðli urðu nokkuð óvæntar tölur þegar Svíþjóð vann Katar því silfurliðið frá EM rétt marði eins marks sigur á Katar. Eftir að Svíar höfðu leitt nær allan fyrri hálfleikinn voru það Katarar sem fóru með 11-10 forystu inn í hálfleik. Þeir mættu svo af krafti út í seinni hálfleikinn og komust í þriggja marka forystu áður en langt um leið. Katar hélt forystu sinni þar til á 46. mínútu þegar Mattias Zachrisson kom Svíum aftur yfir. Svíar létu forystuna ekki aftur úr höndum sér en lokatölur urðu 22-23. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppninni á HM er staðan svona:A riðill Frakkland, 7 stig Þýskaland, 6 stig Rússland, 4 stig Brasilía, 4 stig Serbía, 3 stig Kórea, 0 stigB riðill Króatía, 8 stig Spánn, 8 stig Ísland, 4 stig Makedónía, 4 stig Japan, 0 stig Barein, 0 stigC riðill Noregur, 8 stig Danmörk, 8 stig Túnis, 4 stig Austurríki, 2 stig Síle, 2 stig Sádi Arabía, 0 stigD riðill Svíþjóð, 8 stig Ungverjaland, 6 stig Egyptaland, 3 stig Argentína, 3 stig Katar, 2 stig Angóla, 2 stig
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti