Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:00 Guðmundur stillti leiknum upp frábærlega að mati Sebastians vísir/epa Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. „Varnarleikurinn frábær, Björgvin var mjög góður. Ég vona að hann hafi sýnt að við getum spilað vörn aftar og treyst honum. Mér finnst varnarleikurinn betri þegar við erum ekki svona rosalega framarlega.“ „Sóknarlega erfitt, Makedónía lokaði vel bæði á svæði og menn, tvímenntu og það var erfitt að vinna mann. Einangrunin var ekki alveg að virka þar til Gísli Þorgeir kom inn á, þeir lentu í vandræðum með hann og þá var erfiðara að leggja áherslu á Aron.“ „Hefði viljað meiri hreyfanleika frá línumanninum en veit ekki hvort þetta var upplagið. Hægri skyttan nýttist ekki vel í dag, báðir óreyndir leikmenn. Ómar Ingi reyndi en hitti ekki, Teitur hitti en hitti svo ekki og eftir það var engin skotógnun af honum.“ Eftir að hafa verið undir nær allan leikinn komst Ísland yfir um miðjan seinni hálfleik og hélt frumkvæðinu út leikinn. Varnarleikurinn stendur upp úrÓlafur Gústafsson hefur leikið lykilhlutverk í varnarleik Íslands á mótinuvísir/epa„Heilt yfir ofboðslega flottur karakter, sýnir hvað það er flott stemmning í þessu liði og hvað þetta eru sterkir strákar andlega. Ofboðslega góð fyrirheit fyrir framtíðina.“ „Ég verð að hrósa þjálfaranum fyrir það hvernig hann lagði varnarleikinn upp gegn þessari 7 á 6 sókn. Sóknarleikurinn var svolítið varkár, en réttilega. Hann fær toppeinkunn, réttilega.“ Það var erfitt að fá sérfræðinginn til þess að nefna einn eða tvo menn leiksins, aðspurður hverjir stóðu upp úr voru einhver átta nöfn nefnd. „Varnarleikurinn stendur upp úr. Björgvin var frábær og varði mikið af dauðafærum. Gísli Þorgeir var frábær og Gummi nýtti hann hárrétt í þessum leik. Arnór og Bjarki Már, hann þorði að fara inn á mikilvægum tímapunkti og kláraði.“ „Sóknarlega var þetta voðalega erfitt, snérist um að einangra fyrir Gísla. Varnarlega voru Ólafur Gústafsson, Elvar og Aron frábærir.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Makedónía - Ísland 22-24 | Ísland fer í milliriðil Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil eftir torsóttan tveggja marka sigur á Makedóníu í lokaleik riðlakeppninnar í München í dag. 17. janúar 2019 18:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Arnór: Elska að spila fyrir Ísland Arnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð er Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum á HM í handbolta með frábærum tveggja marka sigri á Makedóníu. 17. janúar 2019 18:52 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. „Varnarleikurinn frábær, Björgvin var mjög góður. Ég vona að hann hafi sýnt að við getum spilað vörn aftar og treyst honum. Mér finnst varnarleikurinn betri þegar við erum ekki svona rosalega framarlega.“ „Sóknarlega erfitt, Makedónía lokaði vel bæði á svæði og menn, tvímenntu og það var erfitt að vinna mann. Einangrunin var ekki alveg að virka þar til Gísli Þorgeir kom inn á, þeir lentu í vandræðum með hann og þá var erfiðara að leggja áherslu á Aron.“ „Hefði viljað meiri hreyfanleika frá línumanninum en veit ekki hvort þetta var upplagið. Hægri skyttan nýttist ekki vel í dag, báðir óreyndir leikmenn. Ómar Ingi reyndi en hitti ekki, Teitur hitti en hitti svo ekki og eftir það var engin skotógnun af honum.“ Eftir að hafa verið undir nær allan leikinn komst Ísland yfir um miðjan seinni hálfleik og hélt frumkvæðinu út leikinn. Varnarleikurinn stendur upp úrÓlafur Gústafsson hefur leikið lykilhlutverk í varnarleik Íslands á mótinuvísir/epa„Heilt yfir ofboðslega flottur karakter, sýnir hvað það er flott stemmning í þessu liði og hvað þetta eru sterkir strákar andlega. Ofboðslega góð fyrirheit fyrir framtíðina.“ „Ég verð að hrósa þjálfaranum fyrir það hvernig hann lagði varnarleikinn upp gegn þessari 7 á 6 sókn. Sóknarleikurinn var svolítið varkár, en réttilega. Hann fær toppeinkunn, réttilega.“ Það var erfitt að fá sérfræðinginn til þess að nefna einn eða tvo menn leiksins, aðspurður hverjir stóðu upp úr voru einhver átta nöfn nefnd. „Varnarleikurinn stendur upp úr. Björgvin var frábær og varði mikið af dauðafærum. Gísli Þorgeir var frábær og Gummi nýtti hann hárrétt í þessum leik. Arnór og Bjarki Már, hann þorði að fara inn á mikilvægum tímapunkti og kláraði.“ „Sóknarlega var þetta voðalega erfitt, snérist um að einangra fyrir Gísla. Varnarlega voru Ólafur Gústafsson, Elvar og Aron frábærir.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Makedónía - Ísland 22-24 | Ísland fer í milliriðil Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil eftir torsóttan tveggja marka sigur á Makedóníu í lokaleik riðlakeppninnar í München í dag. 17. janúar 2019 18:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Arnór: Elska að spila fyrir Ísland Arnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð er Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum á HM í handbolta með frábærum tveggja marka sigri á Makedóníu. 17. janúar 2019 18:52 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Leik lokið: Makedónía - Ísland 22-24 | Ísland fer í milliriðil Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil eftir torsóttan tveggja marka sigur á Makedóníu í lokaleik riðlakeppninnar í München í dag. 17. janúar 2019 18:30
Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52
Arnór: Elska að spila fyrir Ísland Arnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð er Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum á HM í handbolta með frábærum tveggja marka sigri á Makedóníu. 17. janúar 2019 18:52