Með sterkustu liðum heims í milliriðlunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 10:00 Frá leik Íslands og Frakklands í sextán liða úrslitunum á HM fyrir tveimur árum. Ólafur Guðmundsson og Janus Daði Smárason eru hér í baráttunni við Nikola Karabatic. Getty/Jean Catuffe Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Þýskalandi sem varð heimsmeistari árið 2007 og Brasilíu. Ísland fer án stiga inn í milliriðlana eftir tap gegn Króatíu og Spánverjum líkt og Brasilía og eru möguleikarnir á því að komast í undanúrslitin sjálf því litlir en þetta gefur ungu liði Íslands tækifæri til að spreyta sig gegn bestu þjóðum heims. Franska landsliðið hefur verið eitt allra besta handboltalið heims frá aldamótum. Alls níu stórmótatitlar og tvö Ólympíugull frá árinu 2000, þar af eitt Ólympíugull eftir sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking sumarið 2008. Lykilmaðurinn í flestum af þessum liðum og einn besti handboltamaður allra tíma, Nikola Karabatic, er búinn að ná sér af meiðslum og var kallaður inn í landsliðið á ný sem nægir til að gera franska landsliðið að einu af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þýska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og aðeins þrjú ár eru liðin síðan Dagur Sigurðsson stýrði því til sigurs á Evrópumótinu. Á heimavelli eru Þjóðverjar til alls líklegir eins og þeir sýndu gegn liði Frakka þar sem þeir voru einfaldlega grátlega óheppnir að taka ekki sigur og fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Brasilíu tókst að komast inn í milliriðlana með sigrum á Rússlandi og Serbíu og er þetta fjórða heimsmeistaramótið í röð þar sem Brasilía fer upp úr riðlinum. Þetta verður í sjötta sinn sem Ísland og Brasilía mætast á vellinum og hefur Brasilía aðeins unnið einn leik til þessa. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, tók undir það aðspurður að íslenska liðið myndi njóta góðs af því að leika í milliriðlunum. „Það er verið að búa til nýtt landslið til næstu ára og að fá þessa stórleiki í milliriðlinum gæti skipt ótrúlega miklu máli. Þetta veitir þeim reynslu sem Forsetabikarinn hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti orðið gríðarlega þýðingarmikið og hjálpað íslenskum handbolta síðar meir. Guðmundur hefur verið óhræddur við að senda menn inn og það eru allir að öðlast meiri og meiri reynslu,“ sagði Stefán. Þegar liðið er komið áfram upp úr riðlinum og í milliriðlana hefur því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir vikið telur Stefán að liðið geti betur notið þess að fara inn í næstu leiki sem fara fram í Köln. „Þetta mun þroska þá og gefa þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa leiki í raun án pressu, nú er búið að ná inn í milliriðilinn sem var markmiðið fyrir mót og þeir geta nú notið þess að spila keppnisleiki við bestu leikmenn heims. Þú kaupir ekki þessa reynslu og það er ekki hægt að búa hana til, eina leiðin er að hoppa út í djúpu laugina.“ Þá gæti Ísland með hagstæðum úrslitum annarra liða komið sér í baráttuna um sjöunda sætið sem veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Þýskalandi sem varð heimsmeistari árið 2007 og Brasilíu. Ísland fer án stiga inn í milliriðlana eftir tap gegn Króatíu og Spánverjum líkt og Brasilía og eru möguleikarnir á því að komast í undanúrslitin sjálf því litlir en þetta gefur ungu liði Íslands tækifæri til að spreyta sig gegn bestu þjóðum heims. Franska landsliðið hefur verið eitt allra besta handboltalið heims frá aldamótum. Alls níu stórmótatitlar og tvö Ólympíugull frá árinu 2000, þar af eitt Ólympíugull eftir sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking sumarið 2008. Lykilmaðurinn í flestum af þessum liðum og einn besti handboltamaður allra tíma, Nikola Karabatic, er búinn að ná sér af meiðslum og var kallaður inn í landsliðið á ný sem nægir til að gera franska landsliðið að einu af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þýska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og aðeins þrjú ár eru liðin síðan Dagur Sigurðsson stýrði því til sigurs á Evrópumótinu. Á heimavelli eru Þjóðverjar til alls líklegir eins og þeir sýndu gegn liði Frakka þar sem þeir voru einfaldlega grátlega óheppnir að taka ekki sigur og fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Brasilíu tókst að komast inn í milliriðlana með sigrum á Rússlandi og Serbíu og er þetta fjórða heimsmeistaramótið í röð þar sem Brasilía fer upp úr riðlinum. Þetta verður í sjötta sinn sem Ísland og Brasilía mætast á vellinum og hefur Brasilía aðeins unnið einn leik til þessa. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, tók undir það aðspurður að íslenska liðið myndi njóta góðs af því að leika í milliriðlunum. „Það er verið að búa til nýtt landslið til næstu ára og að fá þessa stórleiki í milliriðlinum gæti skipt ótrúlega miklu máli. Þetta veitir þeim reynslu sem Forsetabikarinn hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti orðið gríðarlega þýðingarmikið og hjálpað íslenskum handbolta síðar meir. Guðmundur hefur verið óhræddur við að senda menn inn og það eru allir að öðlast meiri og meiri reynslu,“ sagði Stefán. Þegar liðið er komið áfram upp úr riðlinum og í milliriðlana hefur því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir vikið telur Stefán að liðið geti betur notið þess að fara inn í næstu leiki sem fara fram í Köln. „Þetta mun þroska þá og gefa þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa leiki í raun án pressu, nú er búið að ná inn í milliriðilinn sem var markmiðið fyrir mót og þeir geta nú notið þess að spila keppnisleiki við bestu leikmenn heims. Þú kaupir ekki þessa reynslu og það er ekki hægt að búa hana til, eina leiðin er að hoppa út í djúpu laugina.“ Þá gæti Ísland með hagstæðum úrslitum annarra liða komið sér í baráttuna um sjöunda sætið sem veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira