Fasteignaverð ekki hækkað minna milli ára síðan 2011 Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:17 Þrátt fyrir allt var fasteignamarkaðurinn nokkuð líflegur á síðasta ári að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/vilhelm Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira