Afkomuviðvörun vegna lægri flugfargjalda Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:39 Vél Ryanair kemur til lendingar á alþjóðaflugvellinum í Lissabon. Getty/Horacio Villalobos - Corbis Lággjaldaflugrisinn Ryanair hefur lækkað afkomuspá sína fyrir yfirstandandi rekstrarár vegna lækkunar á flugfargjöldum. Þetta er í annað sinn á um þremur mánuðum sem flugfélagið þarf að senda frá sér afkomuviðvörun. Framkvæmdastjóri Ryanair, Michael O' Leary, segist ekki geta útilokað að flugfélagið muni þurfa að lækka fargjöldin enn frekar. Gert er ráð fyrir því að lækkunin hafi numið um 7 prósentum í vetur, en fyrri áætlanir hljóðuðu upp á 2 prósenta lækkun. Haft er eftir O' Leary á vef breska ríkisútvarpsins að lág flugfargjöld hafi nú þegar valdið töluverðum titringi meðal keppinauta Ryanair. Vísar hann þar sérstaklega til lággjaldaflugfélagsins Flybe, sem var á barmi gjaldþrots áður en hópur fjárfesta, þar á meðal flugfélagið Virgin Atlantic, kom því til bjargar fyrir um viku síðan. Fleiri lággjaldaflugfélög hafa barist í bökkum eða verið úrskurðuð gjaldþrota á síðustu misserum, er þar skemmst að nefna WOW Air og Primera Air, en það síðarnefnda lagði upp laupana í haust eins og frægt er orðið.Sjá einnig: Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögumRyanair áætlar nú að hagnaður félagsins verði á bilinu 1 til 1,1 milljarður evra, 152 milljarðar íslenskra króna. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir um 100 milljón evru meiri hagnaði á rekstrarárinu, sem lýkur þann 31. mars næstkomandi. Þrátt fyrir afkomuviðvörunina sér Ryanair fram á að flytja fleiri farþega en fyrri spár gerðu ráð fyrir. O' Leary segir að vandræðin megi að einhverju leyti rekja til gríðarlegs framboðs á flugsætum í styttri flugferðir innan Evrópu. Fyrir vikið hafi neytendur notið lægri flugfargjalda en nokkru sinni. „Við teljum að þetta lággjaldaumhverfi muni verða til þess að afhjúpa fleiri keppinauta okkar í taprekstri; til að mynda WOW, Flybe og jafnvel Germania, sem öll eru til sölu þessa stundina,“ segir O'Leary. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lággjaldaflugrisinn Ryanair hefur lækkað afkomuspá sína fyrir yfirstandandi rekstrarár vegna lækkunar á flugfargjöldum. Þetta er í annað sinn á um þremur mánuðum sem flugfélagið þarf að senda frá sér afkomuviðvörun. Framkvæmdastjóri Ryanair, Michael O' Leary, segist ekki geta útilokað að flugfélagið muni þurfa að lækka fargjöldin enn frekar. Gert er ráð fyrir því að lækkunin hafi numið um 7 prósentum í vetur, en fyrri áætlanir hljóðuðu upp á 2 prósenta lækkun. Haft er eftir O' Leary á vef breska ríkisútvarpsins að lág flugfargjöld hafi nú þegar valdið töluverðum titringi meðal keppinauta Ryanair. Vísar hann þar sérstaklega til lággjaldaflugfélagsins Flybe, sem var á barmi gjaldþrots áður en hópur fjárfesta, þar á meðal flugfélagið Virgin Atlantic, kom því til bjargar fyrir um viku síðan. Fleiri lággjaldaflugfélög hafa barist í bökkum eða verið úrskurðuð gjaldþrota á síðustu misserum, er þar skemmst að nefna WOW Air og Primera Air, en það síðarnefnda lagði upp laupana í haust eins og frægt er orðið.Sjá einnig: Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögumRyanair áætlar nú að hagnaður félagsins verði á bilinu 1 til 1,1 milljarður evra, 152 milljarðar íslenskra króna. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir um 100 milljón evru meiri hagnaði á rekstrarárinu, sem lýkur þann 31. mars næstkomandi. Þrátt fyrir afkomuviðvörunina sér Ryanair fram á að flytja fleiri farþega en fyrri spár gerðu ráð fyrir. O' Leary segir að vandræðin megi að einhverju leyti rekja til gríðarlegs framboðs á flugsætum í styttri flugferðir innan Evrópu. Fyrir vikið hafi neytendur notið lægri flugfargjalda en nokkru sinni. „Við teljum að þetta lággjaldaumhverfi muni verða til þess að afhjúpa fleiri keppinauta okkar í taprekstri; til að mynda WOW, Flybe og jafnvel Germania, sem öll eru til sölu þessa stundina,“ segir O'Leary.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00