Segir pressuna á Þjóðverjum fyrir baráttuna í Köln í kvöld Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 14:15 Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson á æfingu Íslands í gær. vísir/tom Stefán Rafn Sigurmannsson átti frábæran leik á móti Makedóníu þegar að Ísland tryggði sér farseðilinn í milliriðla HM 2019 í handbolta en hann og Bjarki Már Elísson hafa skipt vinstra horninu bróðurlega með sér. Brekkan er svo sannarlega brött fyrir kvöldið því okkar menn mæta gestgjöfum Þjóðverja í fyrsta leik í milliriðli klukkan 19.30 fyrir framan 20.000 æsta áhorfendur þýska liðsins. Okkar menn eru samt hvergi bangnir. „Tilfinningin er bara góð. Við erum allir bara nokkuð ferskir og klárir í þennan leik. Okkur líður vel. Pressan er öll á þeim með fulla höll á bak við sig þannig að við höfum engu að tapa og förum í hann á fullum krafti,“ segir Stefán Rafn. Ísland stóð í Króatíu og Evrópumeisturum Spánar í riðlakeppninni áður en það fór af stað og vann þrjá leik í röð á leið sinni til Kölnar. Markmiðið í kvöld er skýrt. „Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við erum búnir að sýna að við getum unnið alla. Við spiluðum vel á móti Króatíu sem er eitt besta liðið á þessu móti. Það eru skýr markmið fyrir hvern einasta leik að við viljum vinna hvern einasta leik,“ segir Stefán Rafn. Þýska liðið er undir mikilli pressu að sögn Stefáns Rafns sem hefur aðeins fylgst með umræðunni um leikinn í þýskum miðlum en hann spilaði í nokkur ár með Rhein-Neckar Löwen. „Ég er búinn að sjá nokkuð viðtöl við þá og þeir vita að við erum góðir en líka að við erum með ungt lið. Þessir ungu gaurar hjá okkur eru bara búnir að sýna að þeir eru skynsamir og flottir,“ segir Stefán Rafn sem tekur undir það að sóknarleikur Íslands verður að vera betri í kvöld en hann hefur verið. „Við vorum á myndbandsfundi áðan þar sem að við fórum yfir það sem við getum gert betur. Varnarleikurinn er búinn að vera flottur en við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í sóknarleiknum,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson átti frábæran leik á móti Makedóníu þegar að Ísland tryggði sér farseðilinn í milliriðla HM 2019 í handbolta en hann og Bjarki Már Elísson hafa skipt vinstra horninu bróðurlega með sér. Brekkan er svo sannarlega brött fyrir kvöldið því okkar menn mæta gestgjöfum Þjóðverja í fyrsta leik í milliriðli klukkan 19.30 fyrir framan 20.000 æsta áhorfendur þýska liðsins. Okkar menn eru samt hvergi bangnir. „Tilfinningin er bara góð. Við erum allir bara nokkuð ferskir og klárir í þennan leik. Okkur líður vel. Pressan er öll á þeim með fulla höll á bak við sig þannig að við höfum engu að tapa og förum í hann á fullum krafti,“ segir Stefán Rafn. Ísland stóð í Króatíu og Evrópumeisturum Spánar í riðlakeppninni áður en það fór af stað og vann þrjá leik í röð á leið sinni til Kölnar. Markmiðið í kvöld er skýrt. „Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við erum búnir að sýna að við getum unnið alla. Við spiluðum vel á móti Króatíu sem er eitt besta liðið á þessu móti. Það eru skýr markmið fyrir hvern einasta leik að við viljum vinna hvern einasta leik,“ segir Stefán Rafn. Þýska liðið er undir mikilli pressu að sögn Stefáns Rafns sem hefur aðeins fylgst með umræðunni um leikinn í þýskum miðlum en hann spilaði í nokkur ár með Rhein-Neckar Löwen. „Ég er búinn að sjá nokkuð viðtöl við þá og þeir vita að við erum góðir en líka að við erum með ungt lið. Þessir ungu gaurar hjá okkur eru bara búnir að sýna að þeir eru skynsamir og flottir,“ segir Stefán Rafn sem tekur undir það að sóknarleikur Íslands verður að vera betri í kvöld en hann hefur verið. „Við vorum á myndbandsfundi áðan þar sem að við fórum yfir það sem við getum gert betur. Varnarleikurinn er búinn að vera flottur en við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í sóknarleiknum,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43