Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 09:17 Erfitt hefur reynst fyrir björgunarlið að komast að lestinni á Stórabeltisbrúnni í morgun. Vísir/Getty Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA Danmörk Norðurlönd Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA
Danmörk Norðurlönd Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent