Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:00 Ein af myndunum sem Friðrik birti á Facebook-síðu sinni en hún er tekin á Geysissvæðinu. friðrik brekkan Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira