Skoða í dag hvort hægt verði að taka skýrslu af ökumanninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:46 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Adolf Ingi Erlingsson Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18