Akureyri er búið að ráða nýjan þjálfara eftir að Sverre Jakobsen var sagt upp störfum milli jóla og nýárs.
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, tekur við Akureyri en hann hefur nú þegar hafið störf og stýrði sinni fyrstu æfingu annan janúar.
Geir stýrði íslenska landsliðinu frá 2016 til 2018 en einnig hefur hann þjálfað á erlendri grundu. Til að mynda stýrði hann Magdeburg í Þýskalandi og Bregenz í Austurríki.
„Stjórn Akureyrar Handboltafélags væntir mikils af ráðningunni og hlakkar til samstarfsins með Geir,“ segir á heimasíðu Akureyrar.
Liðið er í tíunda sæti deildarinnar með átta stig.
Akureyri búið að ráða Geir
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





