Geir skilur fjölskylduna eftir í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 11:00 Geir Sveinsson við undirritun samningsins. Mynd/akureyri-hand.is Geir Sveinsson tók um áramótin við sem þjálfari Akureyrarliðsins í Olís deild karla í handbolta en hann fór yfir stöðuna í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég var ekki að þjálfa og mér fannst þetta áhugaverð áskorun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga ákvað ég að taka henni,“ sagði Geir Sveinsson. Geir tekur við starfi Sverre Andreas Jakobssonar sem hafði tekist að koma Akureyri upp úr fallsæti deildarinnar eftir slæma byrjun á tímabilinu. Akureyri er í 10. sæti Olís deildar karla, tveimur stigum á eftir KA (9. sæti) og einu stigi á undan Fram (11. sæti).Geir Sveinsson í sínu fyrsta viðtali sem þjálfari Akureyrarhttps://t.co/akT0ZIPJBk#VelkominnGeir#AkureyriHandbolti#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/txAqtEL9l1 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) January 6, 2019 Geir Sveinsson var búsettur erlendis en hann flytur frá Þýskalandi til Akureyrar. Geir á stóra fjölskyldu en hann kemur bara einn til Íslands. „Það voru fyrst og fremst fjölskylduástæður sem ég spáði í fram og til baka. Við erum búsett í Þýskalandi og það þurfti að ákveða hvort við ætluðum öll að fara eða hvað. Við ákváðum að fjölskyldan yrði áfram í Þýskalandi þennan vetur vegna skólagöngu barnanna. Ég kem því einn til Akureyrar og tek þetta að mér í nokkra mánuði með fjölskylduna búsetta erlendis. Svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig næstu skref verða,“ segir Geir. Geir hefur ekki þjálfað í efstu deild á Íslandi í langan tíma en kveðst þó hafa fylgst vel með undanfarin ár. Geir var landsliðsþjálfari Íslands frá 2016 til 2018. „Ég fylgdist vel með deildinni sem landsliðsþjálfari, starfs míns vegna og er því vel kunnugur henni. Það eru ekki það miklar breytingar á leikmönnum í deildinni frá því ég var að þjálfa landsliðið. Ég hef fylgst með í vetur og nú sest maður fyrir framan tölvuna og skoðar það efni sem maður getur náð sér í til að átta sig á deildinni. Þetta er mjög spennandi og skemmtileg deild. Það er mikið um að vera og mikill uppgangur,“ segir Geir en hans sín á handboltann er ekki mjög flókin. „Handbolti er frekar einfaldur, hann gengur út á að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Vonandi göngum við öll í sömu átt; stuðningsmenn, þjálfarar, leikmenn og stjórn við að gera þetta sem best,“ segir Geir en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Geir Sveinsson tók um áramótin við sem þjálfari Akureyrarliðsins í Olís deild karla í handbolta en hann fór yfir stöðuna í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég var ekki að þjálfa og mér fannst þetta áhugaverð áskorun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga ákvað ég að taka henni,“ sagði Geir Sveinsson. Geir tekur við starfi Sverre Andreas Jakobssonar sem hafði tekist að koma Akureyri upp úr fallsæti deildarinnar eftir slæma byrjun á tímabilinu. Akureyri er í 10. sæti Olís deildar karla, tveimur stigum á eftir KA (9. sæti) og einu stigi á undan Fram (11. sæti).Geir Sveinsson í sínu fyrsta viðtali sem þjálfari Akureyrarhttps://t.co/akT0ZIPJBk#VelkominnGeir#AkureyriHandbolti#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/txAqtEL9l1 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) January 6, 2019 Geir Sveinsson var búsettur erlendis en hann flytur frá Þýskalandi til Akureyrar. Geir á stóra fjölskyldu en hann kemur bara einn til Íslands. „Það voru fyrst og fremst fjölskylduástæður sem ég spáði í fram og til baka. Við erum búsett í Þýskalandi og það þurfti að ákveða hvort við ætluðum öll að fara eða hvað. Við ákváðum að fjölskyldan yrði áfram í Þýskalandi þennan vetur vegna skólagöngu barnanna. Ég kem því einn til Akureyrar og tek þetta að mér í nokkra mánuði með fjölskylduna búsetta erlendis. Svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig næstu skref verða,“ segir Geir. Geir hefur ekki þjálfað í efstu deild á Íslandi í langan tíma en kveðst þó hafa fylgst vel með undanfarin ár. Geir var landsliðsþjálfari Íslands frá 2016 til 2018. „Ég fylgdist vel með deildinni sem landsliðsþjálfari, starfs míns vegna og er því vel kunnugur henni. Það eru ekki það miklar breytingar á leikmönnum í deildinni frá því ég var að þjálfa landsliðið. Ég hef fylgst með í vetur og nú sest maður fyrir framan tölvuna og skoðar það efni sem maður getur náð sér í til að átta sig á deildinni. Þetta er mjög spennandi og skemmtileg deild. Það er mikið um að vera og mikill uppgangur,“ segir Geir en hans sín á handboltann er ekki mjög flókin. „Handbolti er frekar einfaldur, hann gengur út á að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Vonandi göngum við öll í sömu átt; stuðningsmenn, þjálfarar, leikmenn og stjórn við að gera þetta sem best,“ segir Geir en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira