Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 14:40 Margir könnuðust við raunir konunnar sem reyndi að átta sig á símareikningunum í Áramótaskaupinu. RÚV Neytendasamtökin segjast hafa fengið „margar ábendingar og kvartanir“ vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. Þá segja samtökin oft erfitt að skilja reikningana sem frá fjarskiptafyrirtækjunum koma, og vitna til atriðis úr Áramótaskaupinu. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða fjórfalt hærri símreikning en þjónustuleiðin kvað á um. „Ýmist er gagnamagn aukið eða minnkað, mismunandi leiðir eru farnar í að mæla notkun og símtöl eru annað hvort ókeypis eða gjaldskyld,“ segir í frétt á vef Neytendasamtakanna og bætt við að því sé algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. „Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum,“ sem oft geti verið erfitt að skilja sem fyrr segir.Fékk gagnamagn sem hann gat ekki notað Í frétt Neytendasamtakanna er reifað mál félagsmanns sem sagður er hafa verið í viðskiptum við ónefnt fjarskiptafélag til margra ára. Á hann að hafa greitt upphaflega 890 krónur á mánuði. „Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn” hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við.“ Síðar átti nýr, minni pakki eftir að líta dagsins ljós sem er sagður hafa hentað umræddum félagsmanni betur. „Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma.“ Þessi frásögn þykir svipa til fyrrnefnds atriðis úr Áramótaskaupinu síðasta, þar sem par veltir fyrir sér óræðum reikningum sem borist hafa frá fjarskiptafyrirtækjum. Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Neytendasamtökin segjast hafa fengið „margar ábendingar og kvartanir“ vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. Þá segja samtökin oft erfitt að skilja reikningana sem frá fjarskiptafyrirtækjunum koma, og vitna til atriðis úr Áramótaskaupinu. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða fjórfalt hærri símreikning en þjónustuleiðin kvað á um. „Ýmist er gagnamagn aukið eða minnkað, mismunandi leiðir eru farnar í að mæla notkun og símtöl eru annað hvort ókeypis eða gjaldskyld,“ segir í frétt á vef Neytendasamtakanna og bætt við að því sé algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. „Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum,“ sem oft geti verið erfitt að skilja sem fyrr segir.Fékk gagnamagn sem hann gat ekki notað Í frétt Neytendasamtakanna er reifað mál félagsmanns sem sagður er hafa verið í viðskiptum við ónefnt fjarskiptafélag til margra ára. Á hann að hafa greitt upphaflega 890 krónur á mánuði. „Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn” hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við.“ Síðar átti nýr, minni pakki eftir að líta dagsins ljós sem er sagður hafa hentað umræddum félagsmanni betur. „Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma.“ Þessi frásögn þykir svipa til fyrrnefnds atriðis úr Áramótaskaupinu síðasta, þar sem par veltir fyrir sér óræðum reikningum sem borist hafa frá fjarskiptafyrirtækjum.
Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira