Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. janúar 2019 21:27 Elvar Már Friðriksson vísir/daníel „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00