Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. Búið var tekið til gjalþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra í apríl árið 2017 og lauk skiptunum þann 28. desember síðastliðinn, rúmu einu og hálfu ári frá úrskurðinum.
Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í bú Credit one hafi alls numið rúmlega 252 milljónum króna sem ekkert fékkst greitt upp í, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptanna.
Skiptastjóri búsins, Ingvar Þóróddson, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sýslumaður og tollstjóri hafi lagt fram háar kröfur á þrotabúið. Að sama skapi hafi há krafa borist frá öðru smálánafyrirtæki, Smáláni, sem er einnig gjaldþrota. Samanlagt námu kröfur þessarar þriggja aðila rúmlega 250 milljónum króna.
Sjá einnig: Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur
Smálánafyrirtæki hafa reglulega sætt gagnrýni á síðustum árum en greint var frá því í fyrra að að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árip 2018 gerðu það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum.
Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin.
Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna

Tengdar fréttir

Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur
Lektor í viðskiptafræði segir að neytendur smálána séu líklegri til að vera yngri, karlkyns og með lægri tekjur og menntun.

Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn
Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn

Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt.