Írinn Harrington verður fyrirliði Evrópu í Ryderbikarnum 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 13:15 Padraig Harrington. Getty/Andrew Redington Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira