Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 19:30 Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira