Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 19:30 Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira