Einar Örn að kaupa fimm bensínstöðvar af N1 Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Einar Örn Ólafsson. Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira