Bara einn silfurstrákur eftir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 08:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira