Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:30 Haukur Þrastarson er yngsti leikmaður HM-hóps Guðmundar Guðmundssonar en hann byrjar þó mótið fyrir utan hóp. mynd/heimasíða ehf Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira
Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira