Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:30 Haukur Þrastarson er yngsti leikmaður HM-hóps Guðmundar Guðmundssonar en hann byrjar þó mótið fyrir utan hóp. mynd/heimasíða ehf Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira