Starfsmenn Bílanausts sendir heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:00 Viðskiptavinir Bílanausts sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins í morgun þurftu frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun. Gjaldþrot Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Sjá meira
Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun.
Gjaldþrot Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Sjá meira