Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 14:18 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. vonast til að friðlýsingin verði dregin til baka. Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes. Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes.
Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira