Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 18:05 Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í haust. Fréttablaðið/Pjetur Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður. Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður.
Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira