Hvergerðingum brugðið vegna snarps jarðskjálfta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 20:37 Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54