Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. desember 2018 13:06 Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“ Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“
Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00