Telur hunda sína hafa stöðvað innbrot í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 10:45 Fenrir og Freyja, eftir varðstörf gærkvöldsins. Elísa Elínar Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Sjá meira
Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa.
Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Sjá meira
Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47
Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09