Forræðishyggja á gamlárskvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2018 12:30 Skógræktarmenn óttast sóðaskap við Hvaleyrarvatn. Fréttablaðið/Ernir „Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn. Hafnarfjörður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
„Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn.
Hafnarfjörður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira