Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2018 23:30 Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira