Um er að ræða bolta sem eru fylltir með litlum plastkúlum og merktir Nova. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um sölu- og afhendingarbannið að stofnuninni hafi borist ábendingar um að boltarnir væru ekki CE-merktir, samanber reglugerð um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

Því hafi stofnunin tekið ákvörðun um að setja varanlegt afhendingarbann á umrædda Nova-bolta. „Á EES-svæðinu eru gerðar þær kröfur að leikföng séu CE-merkt. Með CE-merkinu lýsir framleiðandi því yfir að vara sem hann hafi framleitt uppfylli þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vörunnar,“ segir meðal annars í rökstuðningi Neytendastofu.
Nova var því gert að innkalla vöruna og birta neytendum viðvörun um að þeir skyldu skila eða eyða vörunum á öruggan hátt. Neytendastofa tekur þó fram að stofnuninni hafi ekki borist neinar tilkynningar um um slys af völdum boltanna.
Hægt er að sjá ákvörðun Neytendastofu hér.