Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar næstkomandi. Þetta gerist samfara breytingum á neðri hæð austurhluta Smáralindar að því er fram kemur í tilkynningu frá rekstraraðilum.
Smárabíó mun taka yfir hluta húsnæðisins þar sem Smáratívólí var áður og bjóða upp á þjónustu fyrir hópa og afmæli sem og fjölbreytta afþreyingu á efri hæð hússins. Þá verður rekstur barnagæslu á vegum bíósins.
„Sleggjan og klessubílarnir fara á næstu vikum. Nýjar myndir eru komnar í 7D bíóið og börnum hærri en 110 cm gefst kostur á að róla í sleggjunni þar til hún fer.“
Í tilkynningunni eru viðskiptavinir sem eiga inneignarkort í Smáratívolí hvattir til að nýta þau fyrir lokun. „Eigendur inneignarkorta geta einnig notað kortin frá 1. mars í þeim leiktækjum sem Smárabíó mun reka á efri hæð,“ segir í tilkynningunni.
Smáratívolí opnaði í nóvember 2011.
Smáratívolí heyrir brátt sögunni til
![](https://www.visir.is/i/B4A8E921D790BFCC5FA4EDE84D1F9C017014DD4BB63693711070A322E95255F3_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D67C67DDDF0276A6B70D4CF7549204CDC78EC01750164271767C41E1C58B4801_308x200.jpg)
Hálfur milljarður í skemmtigarð í Smáralind
Risavaxinn skemmtigarður rís nú í Vetrargarðinum í Smáralind. Garðurinn verður á tveimur hæðum og kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna.
![](https://www.visir.is/i/3CE9A29A55297208BF7D36CA5F0AF4CD4E0B61D8B80840AA45C70AC4930FAA03_308x200.jpg)
Landsbankinn fjármagnar skemmtigarð í Smáralind
Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar. Skrifað var undir fjármögnunarsamning milli Landsbankans og rekstrarfélags skemmtigarðsins þann 14. október síðastliðinn.
![](https://www.visir.is/i/D06C7C63392ECC2D313CF1ECE68A803813BE1E0B9E4ADE57371A36A0A3A4ADAF_308x200.jpg)
Skemmtigarðurinn þykir bestur
Skemmtigarðurinn í Smáralind hlaut í gær verðlaun sem Besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega af IAAPA, alþjóðlegum samtökum skemmtigarða.