Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 20:24 Eiginkonur tveggja bræðra og ungt barn annarrar þeirrar létust í slysinu við brúna yfir Núpsvötn í dag. Vinir fjölskyldanna frá Bretlandi eru sagðir á leiðinni til landsins í kvöld en ættingjar þeirra á Indlandi hafa verið látnir vita. Fjölskyldur tveggja bræðra sem voru á ferðalagi um Ísland voru um borð í jeppa sem fór fram af brúnni og steyptist niður um átta metra í morgun. Fólkið er af indverskum ættum en búsett í Bretlandi þar sem það er með ríkisborgararétt. Auk kvennanna tveggja og barnsins slösuðust bræðurnir tveir og tvö börn á aldrinum sjö og níu ára alvarlega í slysinu. Indverska sendiráðið staðfestir við Vísi að eiginkonur þeirra hafi farist. Mbl.is sagði fyrst frá. Loka þurfti þjóðvegi 1 um tíma vegna slyssins í dag. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu úr bifreiðinni sem var jeppi af gerðinni Toyota Land Cruiser. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að brúin sé ein hættulegasta einbreiða brú landsins. Fjórtán slys hafa orðið þar frá því fyrir aldamót, þar af tvö alvarleg. Umferð um brúna hafi þrefaldast á síðustu fjórum til fimm árum. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16 Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Eiginkonur tveggja bræðra og ungt barn annarrar þeirrar létust í slysinu við brúna yfir Núpsvötn í dag. Vinir fjölskyldanna frá Bretlandi eru sagðir á leiðinni til landsins í kvöld en ættingjar þeirra á Indlandi hafa verið látnir vita. Fjölskyldur tveggja bræðra sem voru á ferðalagi um Ísland voru um borð í jeppa sem fór fram af brúnni og steyptist niður um átta metra í morgun. Fólkið er af indverskum ættum en búsett í Bretlandi þar sem það er með ríkisborgararétt. Auk kvennanna tveggja og barnsins slösuðust bræðurnir tveir og tvö börn á aldrinum sjö og níu ára alvarlega í slysinu. Indverska sendiráðið staðfestir við Vísi að eiginkonur þeirra hafi farist. Mbl.is sagði fyrst frá. Loka þurfti þjóðvegi 1 um tíma vegna slyssins í dag. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu úr bifreiðinni sem var jeppi af gerðinni Toyota Land Cruiser. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að brúin sé ein hættulegasta einbreiða brú landsins. Fjórtán slys hafa orðið þar frá því fyrir aldamót, þar af tvö alvarleg. Umferð um brúna hafi þrefaldast á síðustu fjórum til fimm árum.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16 Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16
Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42