Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2018 21:15 Horft frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði að Setbergshamri. Syðri gangamunninn yrði á móts við bensínstöð N1 á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Einhverjir verstu umferðarhnútar höfuðborgarsvæðisins myndast í Hafnarfirði í kringum hringtorgið við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Hugmyndin gengur út á að leysa þá hnúta með því að fara undir Setbergshamarinn.Kortið sýnir hvar Setbergsgöngin myndu koma.Teikning/Tótla, Stöð 2.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra greinir frá þessari hugmynd í kynningarriti um veggjöld, sem ráðuneyti hans birti í síðustu viku, undir heitinu Reykjanesbraut: Lækjargata-Álftanesvegur. Jarðgöng – ný leið. Jarðgöng í Hafnarfirði eru þar komin á lista yfir mögulegar framkvæmdir sem fjármagnaðar yrðu með veggjöldum. Slík göng myndu greiða fyrir þeirri miklu umferð sem er milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og stytta aksturstímann í gegnum Hafnarfjörð. Að norðanverðu yrði gangamuninn í jaðri Setbergsgolfvallar sunnan við verslun Ikea.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þessi nýja leið enn á hugmyndastigi. Þegar liggja þó fyrir frumdrög að því hvar göngin myndu liggja. Syðri gangamuninn yrði við Lækinn í Hafnarfirði á móts við bensínstöð N1 en göngin myndu síðan stefna í átt að vesturjaðri hæstu bungu Setbergshamars. Gangamunnin að norðanverðu yrði við Reykjanesbraut sunnan við verslun IKEA og menn myndu aka inn í göngin á auða svæðinu í jaðri Setbergsgolfvallarins. Þar myndu göngin tengjast bæði Reykjanesbrautinni en einnig gatnamótunum við iðnaðarhverfið í Hraununum.Svona er gangaleiðin sýnd í kynningargögnum sem Verkfræðistofan Mannvit hefur gert fyrir Vegagerðina.Teikning/Mannvit.Verkfræðistofan Mannvit er að skoða verkefnið fyrir Vegagerðina í samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ. Göngin yrðu um 1.400 metra löng og myndu liggja tiltölulega grunnt með litlum halla, syðst aðeins um tíu metra undir húsum. Helstu kostir við jarðgangalausn eru sagðir þeir að hún þýddi minna rask á yfirborði, minna svæði yrði tekið undir mislæg gatnamót, með henni fengist vegstytting auk þess sem hún opnar fyrir möguleika á gjaldtöku. Kostnaður er áætlaður um tólf milljarðar króna.Í kynningargögnum Mannvits eru raktir helstu kostir jarðgangaleiðar umfram aðrar lausnir.Mynd/Mannvit.Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdóttir, segir að fá þurfi upp á borðið kosti og galla jarðganga, hvert umferðin færi til dæmis meðan á slíkri framkvæmd stæði. Ennfremur hvað muni hafa mestu áhrifin á flæðið í gegnum bæinn, annars vegar, og á milli hverfa bæjarins, hins vegar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Stöð 2Þá segist Rósa ánægð með að áform séu um og skilningur á því að þennan vegarkafla þurfi að setja framar i forgangsröðunina en gert hafði verið ráð fyrir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Jón segir veggjöldin gjörbylta samgöngum á næstu 5 árum Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Lægsta gjald verður á bilinu 100-150 krónur. 12. desember 2018 20:00 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. 15. desember 2018 23:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Einhverjir verstu umferðarhnútar höfuðborgarsvæðisins myndast í Hafnarfirði í kringum hringtorgið við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Hugmyndin gengur út á að leysa þá hnúta með því að fara undir Setbergshamarinn.Kortið sýnir hvar Setbergsgöngin myndu koma.Teikning/Tótla, Stöð 2.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra greinir frá þessari hugmynd í kynningarriti um veggjöld, sem ráðuneyti hans birti í síðustu viku, undir heitinu Reykjanesbraut: Lækjargata-Álftanesvegur. Jarðgöng – ný leið. Jarðgöng í Hafnarfirði eru þar komin á lista yfir mögulegar framkvæmdir sem fjármagnaðar yrðu með veggjöldum. Slík göng myndu greiða fyrir þeirri miklu umferð sem er milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og stytta aksturstímann í gegnum Hafnarfjörð. Að norðanverðu yrði gangamuninn í jaðri Setbergsgolfvallar sunnan við verslun Ikea.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þessi nýja leið enn á hugmyndastigi. Þegar liggja þó fyrir frumdrög að því hvar göngin myndu liggja. Syðri gangamuninn yrði við Lækinn í Hafnarfirði á móts við bensínstöð N1 en göngin myndu síðan stefna í átt að vesturjaðri hæstu bungu Setbergshamars. Gangamunnin að norðanverðu yrði við Reykjanesbraut sunnan við verslun IKEA og menn myndu aka inn í göngin á auða svæðinu í jaðri Setbergsgolfvallarins. Þar myndu göngin tengjast bæði Reykjanesbrautinni en einnig gatnamótunum við iðnaðarhverfið í Hraununum.Svona er gangaleiðin sýnd í kynningargögnum sem Verkfræðistofan Mannvit hefur gert fyrir Vegagerðina.Teikning/Mannvit.Verkfræðistofan Mannvit er að skoða verkefnið fyrir Vegagerðina í samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ. Göngin yrðu um 1.400 metra löng og myndu liggja tiltölulega grunnt með litlum halla, syðst aðeins um tíu metra undir húsum. Helstu kostir við jarðgangalausn eru sagðir þeir að hún þýddi minna rask á yfirborði, minna svæði yrði tekið undir mislæg gatnamót, með henni fengist vegstytting auk þess sem hún opnar fyrir möguleika á gjaldtöku. Kostnaður er áætlaður um tólf milljarðar króna.Í kynningargögnum Mannvits eru raktir helstu kostir jarðgangaleiðar umfram aðrar lausnir.Mynd/Mannvit.Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdóttir, segir að fá þurfi upp á borðið kosti og galla jarðganga, hvert umferðin færi til dæmis meðan á slíkri framkvæmd stæði. Ennfremur hvað muni hafa mestu áhrifin á flæðið í gegnum bæinn, annars vegar, og á milli hverfa bæjarins, hins vegar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Stöð 2Þá segist Rósa ánægð með að áform séu um og skilningur á því að þennan vegarkafla þurfi að setja framar i forgangsröðunina en gert hafði verið ráð fyrir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Jón segir veggjöldin gjörbylta samgöngum á næstu 5 árum Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Lægsta gjald verður á bilinu 100-150 krónur. 12. desember 2018 20:00 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. 15. desember 2018 23:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Jón segir veggjöldin gjörbylta samgöngum á næstu 5 árum Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Lægsta gjald verður á bilinu 100-150 krónur. 12. desember 2018 20:00
Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00
Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. 15. desember 2018 23:36