Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 29. desember 2018 21:15 Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“ Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“
Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00