"Ég get ekki andað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty „Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
„Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05