Um fjórðungur landsmanna með hund á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2018 15:46 Hund er að finna á fjórða hverju heimili á landinu. Vísir/vilhelm Hundaeign vex lítillega á milli ára en um fjórði hver Íslendingur býr á heimili með hundi. Almennt hefur dýrahald landans þó lítið breyst frá árinu 2015 en hundar og kettir eru enn sem áður vinsælustu gæludýr landsmanna. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 18.-22. október 2018. Alls sögðu 24% svarenda einn eða fleiri hunda vera á heimili sínu, 16% kváðu ketti til staðar og 7% sögðust halda annars konar gæludýr. Þá kváðu 60% engin gæludýr vera að finna á heimilum sínum. Ef litið er til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2015 má sjá að lítil breyting hefur orðið á gæludýrahaldi landans en hundahald hefur aukist um 4 prósentustig frá síðustu mælingum og kattaeign minnkað um 2 prósentustig.Munur eftir lýðfræðihópum Gæludýrahald reyndist algengara hjá körlum (43%) heldur en konum (38%) og var mestan mun að finna í hundahaldi en 26% karla sögðu einn eða fleiri hund að finna á heimili sínu, samanborið við 22% kvenna. Svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ekki búa með gæludýrum á heimilum sínum (80%) en þau á aldrinum 30-49 ára voru líklegust til að halda gæludýr (47%). Lítinn mun var að sjá á hundahaldi svarenda á aldrinum 18-67 ára en svarendur á aldrinum 30-49 ára voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja ketti (21%) eða annars konar glæludýr (11%) vera að finna á heimilum sínum. Þá voru svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að hafa hund á heimili sínu (29%) en íbúar höfuðborgarsvæðisins (21%). Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Flokks fólksins (60%), Miðflokks (49%) og Pírata (48%) reyndist líklegast til að segjast hafa gæludýr á heimili sínu en stuðningsfólk Vinstri grænna (23%) og Samfylkingar (32%) ólíklegust. Hundahald reyndist mest hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (48%), stuðningsfólk Píratar (24%) var líklegast til að segja ketti að finna á heimilum sínum og stuðningsfólk Miðflokks (20%) reyndist líklegast til að halda annars konar gæludýr. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október 2018 og var heildarfjöldi svarenda 964 einstaklingar, 18 ára og eldri. Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hundaeign vex lítillega á milli ára en um fjórði hver Íslendingur býr á heimili með hundi. Almennt hefur dýrahald landans þó lítið breyst frá árinu 2015 en hundar og kettir eru enn sem áður vinsælustu gæludýr landsmanna. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 18.-22. október 2018. Alls sögðu 24% svarenda einn eða fleiri hunda vera á heimili sínu, 16% kváðu ketti til staðar og 7% sögðust halda annars konar gæludýr. Þá kváðu 60% engin gæludýr vera að finna á heimilum sínum. Ef litið er til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2015 má sjá að lítil breyting hefur orðið á gæludýrahaldi landans en hundahald hefur aukist um 4 prósentustig frá síðustu mælingum og kattaeign minnkað um 2 prósentustig.Munur eftir lýðfræðihópum Gæludýrahald reyndist algengara hjá körlum (43%) heldur en konum (38%) og var mestan mun að finna í hundahaldi en 26% karla sögðu einn eða fleiri hund að finna á heimili sínu, samanborið við 22% kvenna. Svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ekki búa með gæludýrum á heimilum sínum (80%) en þau á aldrinum 30-49 ára voru líklegust til að halda gæludýr (47%). Lítinn mun var að sjá á hundahaldi svarenda á aldrinum 18-67 ára en svarendur á aldrinum 30-49 ára voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja ketti (21%) eða annars konar glæludýr (11%) vera að finna á heimilum sínum. Þá voru svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að hafa hund á heimili sínu (29%) en íbúar höfuðborgarsvæðisins (21%). Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Flokks fólksins (60%), Miðflokks (49%) og Pírata (48%) reyndist líklegast til að segjast hafa gæludýr á heimili sínu en stuðningsfólk Vinstri grænna (23%) og Samfylkingar (32%) ólíklegust. Hundahald reyndist mest hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (48%), stuðningsfólk Píratar (24%) var líklegast til að segja ketti að finna á heimilum sínum og stuðningsfólk Miðflokks (20%) reyndist líklegast til að halda annars konar gæludýr. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október 2018 og var heildarfjöldi svarenda 964 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira