Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira