Domino’s Körfuboltakvöld var á dagskrá í gærkvöldi og þar fóru þeir Kjartan Atli Kartansson, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson fóru yfir atvikið og sögðu sína skoðun.
„Ég hef ekki séð þetta. Þetta er rosalega alvarlegt því við sjáum að Ægir hleypur utan í hann. Það er kontakt við þjálfara í lifandi leik. Það kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla,“ sagði Teitur.
„Ég er búinn að ræða við Kristinn og Sigmund og þeir segja að það hafi verið mistök af þeirra hálfu að henda honum ekki út úr húsinu. Þeir eru búnir að ræða við marga í kringum sig í dómarastéttunum í kringum sig og það eru flestir á því að þetta sé brottrekstur,“ bætti Kjartan Atli við.
„Maður hefur ekki séð þetta áður. Við erum búnir að vera ansi lengi í þessu. Þetta er stigsmunur á að stíga nokkrum skrefum inn en hann fer alla leið inn og fer í kontakt við leikmenn,“ sagði Kristinn Friðriksson.