Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 10:30 Alisson Becker með Jürgen Klopp. Vísir/Getty Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira
Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira