Söguleg boltameðferð Tottenham á Nývangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 15:00 Harry Kane lagði upp mark Tottenham í gær. vísir/getty Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00
Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00