Mohamed Salah skoraði þrennu í 4-0 útisigri á Bournemouth á laugardaginn og svo eina markið í 1-0 sigri á Roma í Meistaradeildinni í gær.
Það hafa væntanlega flestir tekið eftir því að svo virðist vera sem Mo Salah brosi ekki lengur þegar hann skorar mörkin sín.
The goal. The save. The atmosphere.
Recap all the drama from another famous European night at Anfield
— Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018
Mohamed Salah skoraði frábært mark á móti Roma í gær eftir að hafa farið illa með miðvörðinn öfluga Kalidou Koulibaly en sá eini hjá Liverpool sem brosti ekki eftir markið var Mohamed Salah.
Salah brosti heldur ekki mikið þegar hann skoraði öll mörkin sín á móti Bournemouth. Hvernig stendur á þessu? Ætli hann sé óánægður eða hvað býr hér að baki?
Luis Garcia, fyrrum leikmaður Liverpool, tók eftir þessu eins og aðrir og ræddi þetta í sjónvarpviðtali á BT Sport eftir leikinn í gær. Gary Lineker spurði hann út í brosleysið hjá Egyptanum.
Kenning Luis Garcia er að ástæðan sé að það sé svo miklu erfiðara fyrir að skora mörkin sín miðað við á síðasta tímabili.
„Ég held að honum líði ekki eins og í fyrra. Á síðasta tímabili var þetta svo auðvelt en hann hefur verið í ströggli í nokkrum leikjum á þessu tímabili,“ sagði Luis Garcia.
„Hann er að fá færi en ekki ná að nýta þau. Hann ætlar að sanna sig og hann gerði það heldur betur í dag,“ sagði Luis Garcia.
Mohamed Salah er nú komið með þrettán mörk í 22 leikjum í deild og Meistaradeild, 10 mörk í 16 deildarleikjum og 3 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Hann skoraði 42 mörk í 49 leikjum í þessum tveimur keppnum á sínu fyrsta tímabili á Anfield í fyrravetur.