Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 16:53 Sigurður Sólmundarson, sem margir þekkja betur sem Costco-gaurinn eða jafnvel Budduna, hefur ekki glatað húmornum þrátt fyrir óhappið. „Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“ Samgöngur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“
Samgöngur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira