Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2018 22:39 Frá Reynisfjöru í dag. Erlendum ferðamanni var bjargað í Reynisfjöru eftir að hafa lent í ógöngum í flæðarmálinu á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt sjónarvottum náðu öldur alveg upp að klettunum sem eru í Reynisfjöru en maðurinn hafði að sögn viðstaddra gengið niður að flæðarmáli þrátt fyrir viðvaranir viðstaddra. Það leið ekki á löngu þar til alda hafði fellt hann um koll og fór svo að íslenskur leiðsögumaður hljóp út í brimið til að koma honum til bjargar. Sá átti í mestu erfiðleikum við að bjarga manninum en fékk svo hjálp frá öðrum. Var maðurinn sem var hætt kominn örmagna úr þreytu eftir baráttuna í briminu að sögn viðstaddra. Ferðamaður tók meðfylgjandi myndband sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þess á Vísi.Klippa: Björgun í Reynisfjöru Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Erlendum ferðamanni var bjargað í Reynisfjöru eftir að hafa lent í ógöngum í flæðarmálinu á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt sjónarvottum náðu öldur alveg upp að klettunum sem eru í Reynisfjöru en maðurinn hafði að sögn viðstaddra gengið niður að flæðarmáli þrátt fyrir viðvaranir viðstaddra. Það leið ekki á löngu þar til alda hafði fellt hann um koll og fór svo að íslenskur leiðsögumaður hljóp út í brimið til að koma honum til bjargar. Sá átti í mestu erfiðleikum við að bjarga manninum en fékk svo hjálp frá öðrum. Var maðurinn sem var hætt kominn örmagna úr þreytu eftir baráttuna í briminu að sögn viðstaddra. Ferðamaður tók meðfylgjandi myndband sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þess á Vísi.Klippa: Björgun í Reynisfjöru Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00