Framlengingin: Fannari ofbauð og gekk út úr settinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:00 Fannar lét öllu illu í Framlengingunni S2 Sport Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira