Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2018 14:00 Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, Aðsend Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“ Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira