Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds fóru fögrum orðum um Gunnar í þætti föstudagsins.
„Hann hoppar bara svo ógeðslega hátt þessi gæi. Það er alltaf eins og hann sé í einhverri annari hæð,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.
Gunnar skoraði 30 stig í leiknum og tók sex fráköst.
„Hann setur hann alltaf á endalínuna og hleypir honum ekki í miðjuna. Hann er svo ógeðslega vel drillaður,“ sagði Fannar Ólafsson.
„Hann er fyrsti leikmaðurinn sem hægir á Kendall Anthony,“ bætti Kjartan Atli Kjartansson við.
Alla umræðuna má sjá hér að neðan.