Þýskt þema hjá öllum ensku liðunum nema Man. United sem mætir PSG Óskar Ófeigur Jónsson og Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifa 17. desember 2018 11:30 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í vor. Vísir/Getty Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain. Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi. Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain. Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München. Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi. Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Schalke 04 - Manchester City Atlético Madrid - Juventus Manchester United - Paris Saint-Germain Tottenham - Borussia Dortmund Lyon - Barcelona Roma - Porto Ajax - Real Madrid Liverpool - Bayern München
Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain. Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi. Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain. Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München. Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi. Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Schalke 04 - Manchester City Atlético Madrid - Juventus Manchester United - Paris Saint-Germain Tottenham - Borussia Dortmund Lyon - Barcelona Roma - Porto Ajax - Real Madrid Liverpool - Bayern München
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira