Ávöxtun lífeyrissjóða getur skilið á milli þess að lifa góðu lífi eða við fátæktarmörk við starfslok Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:00 Hallgrímur Óskarsson sérfræðingur í lífeyrissmálum segir gríðarlega mikilvægt að almenningur sé vel upplýstur um hver sé ávöxtun hjá lífeyrissjóðum. Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira