Handbolti

Seinni bylgjan: „Afturelding á að skammast sín“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var jólalegt í myndverinu í gær en þar sögðu menn þó hlutina hreint út.
Það var jólalegt í myndverinu í gær en þar sögðu menn þó hlutina hreint út.
Tveir bestu markverðir Aftureldingar voru ekki með gegn ÍR Olís-deildinni í gær og Loga Geirssyni var ekki skemmt í Seinni bylgjunni.

Arnór Freyr Stefánsson hefur verið að glíma við meiðsli og varamarkvörðurinn Pálmar Pétursson stóð ekki á milli stanganna í gær því hann er farinn í frí.

Logi og Arnar Pétursson voru gestir Tómasas Þórðarsonar í Seinni bylgjunni í gær og þeir ræddu málið.

„Afturelding á að skammast sín fyrir það að hleypa Pálmari til Flórída. Þetta er efsta deild og þetta er topplið. Þeir eru með þriðja flokks gutta sem verja átta skot. Ég hef aldrei séð leik vinnast með átta skot varinn,“ sagði Logi í eldræðu sinni.

„Logi, þú sagðir þetta eins og á að segja. Þetta er alveg óskiljanlegt að Afturelding leyfi Pálmar að fara með Arnór meiddann. Ég var búinn að undirbúa lofræðu á Aftureldingu því þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið en taka svo rhytmann úr þessu. Óskiljanlegt.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan en Arnar og Logi voru afar ósáttir.

Klippa: Seinni bylgjan: Markvörður Aftureldingar fór í frí





Fleiri fréttir

Sjá meira


×