Heimsótti Katar í tilefni þess að úrslitaleikur HM fer fram á þessum tíma eftir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 17:00 Xavi Hernandez spilar í Katar með liði Al Sadd. Vísir/Getty Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira