„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 14:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48